Á að byggja allt landið?

Ég var ákaflega ánægð þegar hinir almennu bæjarbúar blésu til fundar í Hömrum um síðustu helgi. Þó svo að það hafi litið út eins og þeir nýliðnu atburðir hafi haft þessi áhrif þá er það ekki svo. Ég hef fundið fyrir stigvaxandi gremju Vestfirðinga vegna þeirrar stöðu sem fjórðungurinn er í undanfarið, þannig að þetta kemur mér ekki á óvart, er í raun í rökréttu framhaldi af þeirri gremju og nú reiði sem býr í Vestfirðingum.

Allt sem fram kom á fundinum og hefur verið að koma fram í fjölmiðlum er það sem sveitastjórnarmenn hafa verið að ræða um, sín á milli og við stjórnvöld en það er eins og þeir hafi ekki náð eyrum ráðamanna, við erum jú alltaf að nöldra og kvarta, er það ekki? En þegar hinir almennu bæjarbúar segja það sama þá er eftir því tekið og það er vel.

Það eina sem við Vestfirðingar viljum fá svör við er hvort að halda eigi úti byggð á Vestfjörðum og svari menn því játandi þá þarf að fara í markvissar aðgerðir til þess að svo megi verða. Þá verða stjórnvöld að hlusta á þær tillögur sem sveitastjórnarmenn hafa sett fram um það hvernig efla megi svæðið og fjölga fólki þar. Vilji menn hins vegar ekki halda úti byggð á Vestfjörðum, þá verðum við að fá að vita það og fara í aðgerðir þannig að fólk geti horfið með reisn frá þessum stöðum. Eins og staðan er í dag er verið, með aðgerðarleysi, að láta byggðirnar deyja hægum dauðdaga.

En þá erum við komin að hinni siðferðilegu spurningu, er rétt að leggja byggðir í eyði? hvernig á að gera það, hvað græðum við á því og hverju töpum við? Ef við föllumst á að það sé í lagi, munum við þá staðnæmast við eitt svæði, hvenær kemur að því að allt landið leggist í eyði, er ekki betra að flytja okkur til fjölmennari landa, erum við ekki allt of fá til að halda upp velferðarþjóðfélagi? Það fannst dönum í eina tíð og lögðu til að við flyttumst á jósku heiðarnar. 

Ég er á því að auðvitað eigi að halda öllu landinu í byggð, við munum tapa meiru heldur en við græðum. En það er heldur ekki hægt að koma fram við landsbyggðina eins og þar búi annars flokks þjóðfélagsþegnar, jafnræði verður að ríkja milli allra þegna landsins, ekki bara sumra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Milli himins og jarðar

Höfundur

Anna Guðrún Edvardsdóttir
Anna Guðrún Edvardsdóttir
Ég bý í Bolungarvík og er gift Kristjáni Arnarsyni. Við eigum tvo syni, Þorbjörn og Óskar. Ég er formaður bæjarráðs Bolungarvíkur og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Þá starfa ég sem verkefnastjóri við hin ýmsustu verkefni og er auk þess í doktorsnámi við Kennaraháskóla Íslands.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 268

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband