Átak á Vestfjörðum

Það sem vakti athygli mína var frétt á bb um niðurstöður lítillar könnunar sem þeir voru með á vefnum sínum. Þar var fólk spurt að því hvort það hefði trú á átaki af hálfu stjórnvalda vegna atvinnu- og byggðamála á Vestfjörðum. Skemmst er frá því að segja að mikill meirihluti þeirra sem svöruðu hefur ekki trúa á þessu átaki og telur það muni ekki skila Vestfirðingum neinu.

Um 600 manns svarið þessari spurningu og er það frekar mikið að mati þeirra sem til þessara mála þekkja og því ætti það að vera umhugsunarefni fyrir stjórnvöld að það virðist sem Vestfirðingar hafi ekki trú á að menn ætli að standa við stóru orðin um að nú sé röðin komin að Vestfjörðum, það hafa þeir heyrt allt of oft.

Ýmsar aðgerðir hafa verið reyndar til að snúa þróun fólksfækkunar og einhæfni atvinnulífsins við en þær aðgerðir hafa því miður ekki dugað. Það þarf einhverja nýja hugsun inn í byggðamálin, skoða þarf aðrar leiðir en þær sem farnar hafa verið, t.d. ýmsar leiðir sem farnar eru í öðrum löndum, t.d. skattaívílnanir. Við þurfum að þora að nota þær aðferðir sem reynst hafa vel annars staðar, þó þær þýði að sett verði meiri kraftur í Vestfirði en aðra landshluta. Oft var þörf en nú er nauðsyn og það held ég að landsmenn skilji.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

nÚ ÞARF GRETTISTAK ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.3.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Milli himins og jarðar

Höfundur

Anna Guðrún Edvardsdóttir
Anna Guðrún Edvardsdóttir
Ég bý í Bolungarvík og er gift Kristjáni Arnarsyni. Við eigum tvo syni, Þorbjörn og Óskar. Ég er formaður bæjarráðs Bolungarvíkur og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Þá starfa ég sem verkefnastjóri við hin ýmsustu verkefni og er auk þess í doktorsnámi við Kennaraháskóla Íslands.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 278

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband