Vangaveltur í helgarlok

Nú er ég búin að vera hér fyrir sunnan í nokkra daga og dvel hjá mömmu. Ég kom keyrandi á miðvikudaginn á litlu sítrónunni hennar tengdó. Ferðin gekk ágætlega, að vísu gekk á með éljum og á heiðum og hálsum var skafrenningur, en það er seigt í litlu tíkinni hennar tengdó, hún sveif yfir allt og skilaði mér heilli til höfuðborgarinnar.

Ég ætlaði að reyna að nota tímann og vinna í sambandi við doktorsverkefnið en ýmislegt hefur nú sett strik í reikninginn og þá aðallega fundarhöld og annað stúss. Er að fara á miðvikudaginn til Ólafsvíkur á ráðstefnu um málefni innflytjenda og mun flytja þar fyrirlestur um hvernig þeim málum er háttað á Vestfjörðum, kem í stað Elsu Arnarsdóttur, forstöðumann Fjölmenningarseturs sem átti að vera á ráðstefnunni en kemst ekki.

Fór í gærkveldi með syni mínum og tengdadóttur, Sigrúnu Maríu Einarsdóttur, á myndina um Idi Amin og ég verð að segja að myndin var frábær og er leikur Whitaker magnaður. Ég var skíthrædd við hann þó ég sæti á aftasta bekk!

Hjó eftir því í gær í fréttunum að á endaspretti þingsins var samþykkt frumvarp sem Össur Skarphéðinsson var flutningsmaður að. Í því felst að skoðaðir verða sérstaklega möguleikar til að flytja opinber störf út á land og gera það að einhverri alvöru. Það að flytja eitt og eitt starf með nokkurra ára millibili til landsbyggðarinnar skilar litlu, þetta verður að vera með miklu öflugri og markvissari hætti. Þá á ég ekki við að stefna eigi að því að flytja heilu stofnanirnar hreppaflutningum heldur setja ný störf á landsbyggðina og efla ýmsar stofnanir sem eru á svæðunum, gera þær stærri og öflugri.

Fyrir mér eru kosningamálin í vor byggðamál með byggð á Vestfjörðum í forgrunni og ég skora á Vestfirðinga að halda þeim málum á lofti við frambjóðendur og fá fram hjá þeim skýr svör um hvað þeir ætla að gera komist þeir í þá stöðu að hafa áhrif.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Milli himins og jarðar

Höfundur

Anna Guðrún Edvardsdóttir
Anna Guðrún Edvardsdóttir
Ég bý í Bolungarvík og er gift Kristjáni Arnarsyni. Við eigum tvo syni, Þorbjörn og Óskar. Ég er formaður bæjarráðs Bolungarvíkur og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Þá starfa ég sem verkefnastjóri við hin ýmsustu verkefni og er auk þess í doktorsnámi við Kennaraháskóla Íslands.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband