17.1.2007 | 15:45
Hagvöxtur á Vestfjörðum - hvar er hann?
Jæja, nú ætla ég að fara að blogga um það sem kemur upp í hugann hverju sinni. Vona ég að þetta veki upp umræður og að menn verði duglegir við að fara inn á bloggið og koma með athugasemdir og taka þátt í umræðunum.
Ég ætla að byrja á máli sem birtist á bb.is, en síðan þessi frétt birtist hef ég mikið verið að hugsa um framtíð Vestfjarða.
Ég varð töluvert hugsi þegar ég las á bb.is að hagvöxtur á Vestfjörðum væri -6% á meðan hann væri plústala á öðrum stöðum á landinu þar sem bullandi uppgangur og þensla er búin að vera um langt skeið. Ekki svo að þetta hefði komið mér neitt á óvart, við sem hér búum höfum ekki fundið fyrir allri þeirri þenslu og hagsæld sem stjórnmálamenn eru sífellt að tala um.
Ég fór aðalleg að hugsa um það hvort og þá hvenær kæmi að Norðvesturkjördæmi að fá að upplifa þá miklu uppgangstíma sem annars staðar hafa verði. Kannski er okkur ekki ætlað að upplifa þá, stundum efast ég um það. Það virðist vera þannig að það sem gert er skili ekki þeim árangri sem til er ætlast, enda er þetta einhvern veginn allt svo máttlaust sem gert er.
Það sýnir alla vega að Vestfirðingar telja það ekki ásættanlegt, því á síðasta ári var fólksfækkun á svæðinu 1%, eina svæðið á landinu sem brottfluttir voru fleiri en aðfluttir. Bara það ætti að segja okkur að menn líta ekki á svæðið sem ákjósanlegan búsetukost til framtíðar.
Hvað er þá til ráða? Í fyrsta lagi þarf að fá skýr svör um það hvort þeir sem ráða í landinu hafi trú á framtíðarbúsetu á þessum kjálka. Það þýðir nefnilega lítið að halda áfram að þrauka hér ef ráðamenn ætla sér ekkert að gera, bara láta okkur hanga á horriminni. Ef það er einlægur vilji til að halda byggð hér, þá þarf að grípa til stórtækra aðgerða þar sem stórum fjármunum er veitt til svæðisins í samráði við heimamenn, ekki bara til vegagerðar heldur til uppbyggingar á fjölbreyttu atvinnulifi. Við erum nefnilega að breytast úr frumvinnsluþjóðfélagi í þekkingarþjóðfélag og við hér verðum að fá að taka þátt í því.
Einhverjir myndu segja að ég væri óþarflega svartsýn og að við værum þátttakendur í þessu öllu saman. En þetta gengur of hægt og að mínu mati þá held ég að Vestfirðingar geti ekki beðið í mörg ár eftir því að hlutirnir gerist. Það sýnir bara fólksfækkunin, eitt prósent í ár og annað á næsta ári og svo koll af kolli, þar til ekkert er eftir.
Ég var að skoða að gamni íbúatölur og sá að um 1990 bjuggu á Vestfjörðum um 11.000 manns, í dag búa hér um 7.500, okkur hefur fækkað um rúm 3.000 manns. Það er bara allt of mikil blóðtaka á ekki lengri tíma og þannig er það oft að þegar snjóboltinn byrjar að rúlla þá vindur hann fljótt upp á sig.
Kannski er þetta bara eðlileg þróun, fólk fer þangað sem uppgangurinn er. Það er það sem okkur vantar, þá kemur fólk vonandi hingað - eða er það orðið of seint?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Milli himins og jarðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þegar stórt er spurt verður fátt um svör
Góðar vangaveltur og raunsæjar. Menn mega ekki rugla saman svartsýnisgauli og raunsæi. Nú reynir á sveitarfélögin á þeim landssvæðum þar sem hagvöxturinn fór í mínus og sækja á ríkisvaldið. Hvað ætla menn þar á bæ með svæði eins og Vestfirði? Gangi þér vel í bloggheimum
Kveðjur
Granninn á 24
Katrín (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 23:14
Sæl Anna. Datt hér inn í gegnum Víkarann og datt í hug að láta vita af mér. Gott hjá þér að henda inn uppbyggilegum hugmyndum þó ég hafi sjálfur ekki trú á miðstýrðri atvinnuuppbyggingu.
bkv Kristján Jónsson
Kristján Jónsson (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 18:07
Sæl Anna
Fínt blogg hjá þér. Þarfar vangaveltur.
Kannski er miðstýrð atvinnuuppbygging ekki lausnin en hver er hún ?
Kv.
Anna Jör.
Anna Sigríður Jörundsd. (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 22:27
Sæl Anna
Gaman að geta fylgst með hvað verið er að pæla þarna fyrir vestan - svona almennt þá fréttist lítið hingað suður af landsbyggðinni. Gangi þér vel
kv. Hildur
Hildur J. Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 10:29
Sæl Anna - til hamingju með að vera komin með bloggsíðu.
Varðandi hagvöxtinn og velgengni byggðarlaga á Vestfjörðum, þá er gaman að rifja það upp að á fimmtudaginn var - sama dag og þú skrifar þessa bloggfærslu - vorum við tvær, ásamt fleira góðu fólki, að leggja drög að stofnun Fræðaseturs HÍ í Bolungarvík, sem væntanlega mun taka til starfa með sumrinu í samstarfi við Náttúrustofu Vestfjarða og Bolungarvíkurkaupstað. Stofnun þessa fræðaseturs er vaxtasproti sem vel gæti orðið grundvöllur atvinnusköpunar og bjartsýni á svæðinu. Ekki er verra að fundurinn var haldinn á sjálfan sólrisudaginn, sem vonandi boðar gott :0)
Bestu kveðjur, Ólína.
Ólína Þorvarðadóttir (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 11:21
Sæl Anna - til hamingju með að vera komin með bloggsíðu.
Varðandi hagvöxtinn og velgengni byggðarlaga á Vestfjörðum, þá er gaman að rifja það upp að á fimmtudaginn var - sama dag og þú skrifar þessa bloggfærslu - vorum við tvær, ásamt fleira góðu fólki, að leggja drög að stofnun Fræðaseturs HÍ í Bolungarvík, sem væntanlega mun taka til starfa með sumrinu í samstarfi við Náttúrustofu Vestfjarða og Bolungarvíkurkaupstað. Stofnun þessa fræðaseturs er vaxtasproti sem vel gæti orðið grundvöllur atvinnusköpunar og bjartsýni á svæðinu. Ekki er verra að fundurinn var haldinn á sjálfan sólrisudaginn, sem vonandi boðar gott :0)
Bestu kveðjur, Ólína.
Ólína Þorvarðadóttir (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.