Hugleiðingar á sunnudagskvöldi

Hef ekki skrifað síðan á fimmtudag. Finnst ég endilega þurfa að segja eitthvað merkilegt í hvert skipti sem ég blogga en það þarf víst ekki!  Fór á þorrablótið sem aldeilis hefur verið í fréttum undanfarið!  Skemmti mér mjög vel, sérstaklega yfir þeim atriðum þar sem gert var grín af mér en það var í fyrsta skipti sem það var gert. Og kominn tími til, eftir allt bröltið í kringum kosningarnar og allt það, ég hefði orðið móðguð ef ekki hefði verið gert grín af mér.

Mikil tíðindi hjá Framsóknarmönnum, Hjálmar náði ekki markmiði sínu og er hættur. Hvaða þýðingu það hefur verður bara að koma í ljós. Framsóknarmenn eiga í vandræðum um þessar mundir, hver skoðanakönnunin á fætur annarri sýnir algert fylgishrun og hljóta þeir að hafa áhyggjur.

Fjárhagsáætlunin fyrir árið 2007 var samþykkt sl. fimmtudag.  Staðan er ekki góð en þó ívíð betri en í fyrra. Samt er ástandið þannig að tekjur standa nokkurn veginn undir rekstri en lán þarf að taka fyrir öllum framkvæmdum, stórum sem smáum og við erum nú aðallega í þeim smáu!  Þetta er nú sá veruleiki sem sveitarfélög á Vestfjörðum standa frammi fyrir og það er alveg sama hve mikið menn reyna að hagræða í rekstri og spara, það er erfitt að gera betur nema þá að skera niður þjónustu og það vilja menn ekki gera. Sveitarfélögin hér verða að veita sömu þjónustu og annars staðar á landinu, annars er hætta á að fólk bara flytji þangað sem þjónustan er.  Þá minnka tekjurnar enn meira og þá þarf að skera enn meira niður. Þetta verður því vítahringur sem ekki er hægt að komast út úr nema tekjur aukist og það er einungis hægt með fjölgun íbúa. Einfalt að segja og skrifa en erfiðara að framkvæma!  Manni er alltaf að detta eitthvað í hug og athuga með en allt tekur svo langan tíma, bíða eftir svörum og þess háttar og á meðan líður tíminn og af honum höfum við ekki nóg.  Gaman væri að einhverjir sem lesa þetta blogg komi með tillögur! Betur sjá augu en auga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef ekki skýringar á reiðum höndum varðandi hversu illa gengur að ná eyrum stjórnmálamanna, við görgum greinilega ekki nógu hátt. Við erum alltaf stilltu börnin og bíðum þangað til að röðin kemur að okkar, og þegar kemur að okkur þá er aðeins smá sleikja eftir og við verðum svo glöð að við þökkum tvöfallt fyrir okkur.

Það er alltaf verið að tala um að það eigi að setja svo mikið í samgöngubætur á Vestfjörum á næstunni. Gleymir því að það er verið að bæta kannski vegi sem voru lagðið milli 1940-1970. Þegar þeir vegir annarsstaðar á landi eru að komast á þriðja viðhaldsstig en við höfum alltaf verið látið bíða. Eins og ég segi stundum við bíðum alltaf í vitlausri röð.

Hvað með fluttning opinberra starfa út á land. Nei það er alltaf í öfuggri röð og við þökkum bara fyrir. Ef hið opinberra mundi flytja s.s. fjögur störf til Bolungarvíkur. Hver starfskraftur væri að framfleita fjörum manneskjum, (fjögra manna fjölskylda) þetta er 16 manns.

svo þarf að þjónusta þessar 16 manneskjur, svona er hægt að leika sér nokkuð áfram. Ekki álver eða stóryðja. 5 störf gætu skapar af sér önnur 5 störf og svo koll af kolli.

Halla Signý (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 20:41

2 identicon

Guð hvað voru margar stafsetningavillur í þessu hjá mér... æ þú veist hvað ég ætlaði að skrifa... þú ert vonandi ekki með rauða kennarapennann á þér??

Halla Signý (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Milli himins og jarðar

Höfundur

Anna Guðrún Edvardsdóttir
Anna Guðrún Edvardsdóttir
Ég bý í Bolungarvík og er gift Kristjáni Arnarsyni. Við eigum tvo syni, Þorbjörn og Óskar. Ég er formaður bæjarráðs Bolungarvíkur og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Þá starfa ég sem verkefnastjóri við hin ýmsustu verkefni og er auk þess í doktorsnámi við Kennaraháskóla Íslands.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband