18.2.2007 | 12:30
Af samgöngum og fleira
Það er langt síðan ég bloggaði síðast, það hefur ekki enn komist í vana að blogga á hverjum degi. Ég er líka búin að liggja næstum alla vikuna með flensu og hef því ekki getað hugsað nægilega skýrt til að skrifa eitthvað af viti. Ég hef ekki fengið flensu í mörg ár og fannst ég vera óskaplega veik en er sem sagt óðum að hressast.
Samgönguáætlunin var kynnt í vikunni og sitt sýnist hverjum. Stóru verkefnin á Vestfjörðum eru inni á næstu fjórum árum og er það vel. Hins vegar eru verkefni á Vestfjörðum sem ekki rata inn á þetta fyrsta tímabil, dreifast á annað og það sem verst er þriðja tímabilið, þ.e. árin 2015 - 2018 og að mínu mati gengur það ekki. Það verður að reyna að fá því breytt. Hins vegar er þetta áætlun og ef skoðaðar eru fyrri áætlanir, þá hafa verkefni verið færð til, frestað og ný tekin inn, þannig að það er ekki öll nótt úti enn. Óshliðargöngin eru dæmi um verkefni sem tekið var nýtt inn vegna aðstæðna.
Annars vilja allir landsmenn hafa góðar samgöngur hvar sem þeir búa og er það réttmæt krafa og allir vilja að það gerist strax, en að það skuli á árinu 2007 fólki á landsbyggðinni, þ.e. Vestfjörðum ennþá vera boðið upp á að aka á malarvegum, er algerlega óskiljanlegt og óásættanlegt. Sá kafli í Djúpinu sem eftir er er kominn af stað en eftir eru Suðurfirðirnir og Strandirnar.
Eins og fyrri daginn verða Vestfirðingar að halda áfram að berjast fyrir tilverurétti sínum. Þeir eru vanir því enda hafa þeir lítið annað gert undanfarin ár en að berjast fyrir honum. Samgönguleysi er eitt af því sem gerir þeim erfitt fyrir að standa á jafnréttisgrundvelli við önnur svæði landsins, enda er svo komið að brottfluttir eru fleiri en aðfluttir og hagvöxtur er í mínus, hér er engin þensla. Og ég spyr eins og fleiri Vestfirðingar "Hvenær er röðin komin að okkur"?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Milli himins og jarðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.