9.3.2007 | 11:10
Af bæjarmálum og menningarmálum!
Nú er ég, ásamt maka, stödd á Akureyri. Við hjónin ákváðum að fara svona menningarreisu og Akureyri varð fyrir valinu, sennilega vegna þess að þar þekkjum við eiginlega engann og getum verið í friði og afslöppun án þess að vera með samsviskubit yfir því að heimsækja ekki ættingja og vini. Reyndar býr Sigmundur Guðmundsson og fjölskylda hér og förum við með þeim í leikhús í kvöld og út að borða annað kvöld.
Ég sit hér við eldhúsborðið í íbúðinni sem við erum með á leigu og horfi út um gluggann á allan snjóinn sem kyngdi niður í gærkveldi og vona að ekki komi meira. Mér finnst þetta bara orðið gott og vonast til að fari bara að vora sem fyrst. Spáin er víst ekki góð fyrir sunnudaginn en þá ætlum við til Sauðárkróks og gista eina nótt hjá Margréti og Rúnari. Mánudagsspáin er ágæt, þannig að maður ætti að komast heim þá.
Fyrir viku, nánar tiltekið, fimmtudaginn 1. mars var bæjarstjórnarfundur og var þriggja ára áætlunin m.a. til umræðu. Nokkarar umræður spunnust um hana og taldi fulltrúi minnihlutans, Sölvi Sólbergsson, hana ekki vera nægilega stefnumarkandi. Hann upplýsti okkur hin að á síðasta kjörtímabili, hefði þáverandi meirihluti tekið meðvitaða ákvörðun um það að gera ekki neitt, þ.e. fara ekki í neinar fjárfestingar, setja allt viðhald á "hold", nota Orkubúspeningana í reksturinn og vona að ástandið færi nú að lagast. En þrátt fyrir þetta allt, þá var bæjarsjóður öll árin rekinn með um 30 milljóna króna halla á hverju ári.
Mér þótti þessar upplýsingar vera ákaflega merkilegar og minntist þess þegar Sjálfstæðisflokkurinn var fyrir síðustu kosningar alltaf að tala um "þá ábyrgu fjármálastjórn" sem þeir hefði sýnt síðasta kjörtímabil. Loksins var komin skýring á því hvers vegna bæjarbúum fannst ekkert vera gert á síðasta kjörtímabili, það var vegna þess að síðasti meirihluti tók meðvitaða ákvörðun um að vera hálf meðvitundalaus í fjögur ár.
Við, i meirihlutanum, svöruðum því til að vissulega værum við að vinna eftir ákveðinni stefnu. Í málefnasamningu er kveðið m.a. á að auka íbúalýðræði, bæta upplýsingastreymi til bæjarbúa og fara í stefnumótunarvinnu í helst öllum málaflokkum. Við erum nú ekki búin að vera með völdin nema í um 9 mánuði og við gerum ekki allt í einu.
Af þessu sem ég tilgreindi hér að framan, þá höfum við haldið íbúaþing, við höfum verið að gefa út upplýsingaritið Pésann og verið er að vinna í stefnumótunarvinnu í nokkrum nefndum auk þess sem að nýstofnuð tæknideild er að vinna stefnumótunarplagg til 10 ára um viðhaldsframkvæmdir í bæjarfélaginu og forgangsraða þeim. Við höfum verið að koma til móts við fjölskyldufólk í bænum, ætlum að veita 5 ára börnum afslátt á leikskólanum, frítt er í sund fyrir yngri en 16 ára og verið er að skoða að veita afsláttarkort vegna íþróttaiðkunar fyrir börn í bænum. Enda hefur það verið gefið út að Bolungarvík sé byggð fyrir barnafólk og þá verðum við að vinna að því að svo sé.
Ég veit að fólk er óþolinmótt og vill sjá miklu fleira að gerast og skil ég það mæta vel, því sjálf er ég óþolinmóð að eðlisfari. En ég veit líka að góðir hlutir gerast hægt og betra er að undirbúa hlutina vel áður en þeir koma til framkvæmda og það eru margir hlutir í farvatninu sem eru á undirbúiningsstigi og þurfa sinn tíma.
En nú skil ég aðgerðarleysi fyrrverandi minnihluta betur en finnst að þessi meðvitaða ákvörðun hefði átt að vera kynnt fyrir bæjarbúum svo þeir vissu hver stefna fyrrverandi meirihluta var.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Milli himins og jarðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.