20.3.2007 | 18:49
Umhleypingar
Það er nú ekki ofsögum sagt að marsmánuður sé búinn að vera ansi umhleypingasamur og oft á tíðum mikill ofsi í veðrinu, alla vega fyrir vestan. Ég er komin á þá skoðun að þessi mánuður sé sá leiðinlegasti hvað veðráttu varðar og undanfarin ár hefur hann verið sá erfiðasti. Janúar og febrúar sem voru alltaf leiðinlegastir eru bara orðnir skaplegir og oft bjóða þeir upp á mjög fallegt og gott veður.
Þetta tíðarfar fer nú að verða gott og flesta þyrstir í vorið. Ég er ekki frá því að með aldrinum þá skipti tíðin og veðurfarið meira máli en áður. Þung færð og umhleypingar á maður erfiðara með að sætta sig við en áður. Hér áður fyrr skipti það mann engu hvernig veðrið var en núna er það eitt af því sem maður vill að sé í lagi.
Ég átti að vera á morgun á málþingi á Ólafsvík en því var frestað sökum óveðurs og ófærðar. Málefni innflytjenda áttu að vera til umræðu þar og ætlaði ég að flytja smá erindi um stefnumótun og upplýsingagjöf til innflytjenda. Mín skoðun er sú að þessum málum þurfi að sinna betur en gert er. Engin samræmd stefna er til um hvernig taka skuli á móti innflytjendum, hvernig og hver eigi að veita þeim upplýsingar um réttindi sín og skyldur. Sveitarfélög eru að reyna að sinna þessum hlutum eftir bestu getu en stefnuna vantar og hana verða stjórnvöld að setja.
Það er von mín að nýji vefurinn sem opnaður var, island.is, komi til með að hafa einhver áhrif á að þessi mál varðandi upplýsingagjöf til innflytjenda komist í betra horf.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Milli himins og jarðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.