Pólitík og formúlan

Mig langar að byrja bloggið á því að óska honum Ómari Ragnarssyni, frænda mínum, til hamingju með nýstofnaðan flokk. Hann og fylgismenn hans voru víst með blaðamannafund núna áðan og heyrði ég aðeins um stefnumál flokksins og eins og gefur að skilja skipa umhverfismál stóran sess hjá flokknum. Ómar hefur alla tíð borið hag náttúru landsins fyrir brjósti.  Hann þekkir það manna best og hefur kynnt ýmsa af afskekktustu stöðum þess fyrir landsmönnum. Fyrir vikið þekkjum við landið okkar betur. Því er það í rökréttu framhaldi af því baráttumáli hans að halda landinu eins og það er, leyfa náttúru þess að njóta sín og skemma það ekki frekar en orðið er, að hann fer þessa leið og ég tek ofan fyrir þeim sem fylgja sannfæringu sinni og berjast fyrir því sem þeir hafa trú á. Þannig þyrftu fleiri að hugsa.

Ég er ein margra kvenna sem fylgist með formúlu 1 í sjónvarpinu og minn draumur er að fara á eina keppni, helst til Monakó. Minn maður er Alonso, finnst hann frábær ökumaður enda hefur hann orðið heimsmeistari tvisvar í röð. Gaman verður að fylgjast með honum í ár, en hann fær mikla keppni, því nýliðinn Hamilton kemur sterkur inn. Það sem ég hef hins vegar aldrei almennilega skilið er af hverju ekki fleiri konur eru fengnar til að koma í sjónvarpið í beinar útsendingar frá formúlunni, það eru alltaf einhverjir karlar (með fullri virðingu fyrir þeim). Konur hafa alveg skoðanir á þessum málum og hafa ýmislegt til málanna að leggja þegar kemur að akstursíþróttum. Kem þvi hér á framfæri!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Milli himins og jarðar

Höfundur

Anna Guðrún Edvardsdóttir
Anna Guðrún Edvardsdóttir
Ég bý í Bolungarvík og er gift Kristjáni Arnarsyni. Við eigum tvo syni, Þorbjörn og Óskar. Ég er formaður bæjarráðs Bolungarvíkur og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Þá starfa ég sem verkefnastjóri við hin ýmsustu verkefni og er auk þess í doktorsnámi við Kennaraháskóla Íslands.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband