Málefni innflytjenda og fjölgun opinberra starfa

Þessa dagana stendur yfir ráðstefna á Ísafirði um málefni innflytjenda sem ber yfirskriftina "Eru innflytjendur hvalreki eða ógn fyrir samfélögin á landsbyggðinni." Á ráðstefnunni tala bæði innlendir og erlendir fræðimenn og aðrir sem starfa að þessum málum í sínu heimalandi.

Í dag voru áhugaverðir fyrirlestrar, tveir þeirra fjölluðu um hvað gerðist á Nýfundnalandi þegar þorskstofninn hrundi. Mikið atvinnuleysi er á því svæði, unga fólkið er flutt í burtu og þeir sem eftir eru vinna annars staðar í Kanada hluta af árinu, eru farandverkafólk á lágum launum, vinna þau störf sem heimamenn vilja ekki vinna, t.d. almenn verkamannastörf.

Einnig var haldið íbúaþing þar sem tveir þingmenn, Anna Kristín Gunnarsdóttir og Magnús Þór Hafsteinsson,  félagsmálaráðherra, Magnús Stefánsson og Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sátu í pallborði og svöruðu fyrirspurnum úr sal sem voru fjölmargar.

Félagsmálaráðherra setti íbúaþingið og tilkynnti að hann hefði ákveðið að setja eitt stöðugildi upplýsingafulltrúa við Fjölmenningarsetrið til viðbótar við þau 1,75 sem þar eru fyrir og efla ráðgjafar-og lögfræðiþjónustu við Alþjóðahús. Persónulega hefði ég vilja sjá að félagsmálaráðherra hefði tekið af skarið og lýst því yfir að Fjölmenningarsetrið yrði landsmiðstöð í málefnum innflytjenda á Íslandi og fjölgað störfum þar myndarlega.

Þá tilkynnti hann um stofnun þróunarsjóðs upp á kr. 10 milljónir sem Háskólasetur Vestfjarða héldi utan um. Það þýðir væntanlega að hægt verði að sækja um styrki til ýmissa þróunarverkefna á sviði innflytjendamála og er það vel. Einng tilkynnti hann að komið verði af stað tilraunaverkefni á sviði aðlögunar innflytjenda í Fjarðarbyggð og í Bolungarvík. Auðvitað er ég ánægð með það og vona að slíkt starf sé komið til að vera.

Það sem ég velti fyrir mér er hvaða þýðingu þessi fjölgun opinberra starfa hafi fyrir okkur hér á þessu svæði. Jú, vissulega er þetta góð byrjun en betur má ef duga skal, fleiri störf þarf að flytja hingað og það er hægt með þvi að styrkja þær opinberu stofnanir sem hér eru með verulegri fjölgun verkefna sem aftur þýðir að ráða verði fleira starfsfólk til að sinna þeim. Einnig þarf að huga að flutningi verkefna og starfa á vegum ríkisins sem hæglega geta verið unnin á landsbyggðinni.

Að mínu mati er þetta vel gerlegt, menn verða bara að vilja fara þá leið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég er á þeirri skoðun að innflytjendur eru hvalreki, svo lengi sem þeirra er óskað og þeir eru velkomnir!  Þetta er alltaf beggja blands!

Opinberum störfum verður að fjölga á landinu öllu, ekki bara í Reykjavík!  Það er engin vandi með nútímatækni

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.4.2007 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Milli himins og jarðar

Höfundur

Anna Guðrún Edvardsdóttir
Anna Guðrún Edvardsdóttir
Ég bý í Bolungarvík og er gift Kristjáni Arnarsyni. Við eigum tvo syni, Þorbjörn og Óskar. Ég er formaður bæjarráðs Bolungarvíkur og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Þá starfa ég sem verkefnastjóri við hin ýmsustu verkefni og er auk þess í doktorsnámi við Kennaraháskóla Íslands.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband