2.5.2007 | 21:07
Menningarsamningur Vestfjarða
Í gær, 1. maí, var stór dagur. Ekki einungis vegna þess að það er baráttudagur verkalýðsins heldur einnig vegna þess að skrifað var undir menningarsamning Vestfjarða við hátíðlega athöfn að Staðarflöt. Einnig var skrifað undir menningarsamning fyrir Norðurland vestra.
Við keyrðum þrjú frá norðusvæði Vestfjarða, ég, Gunnar Hallsson, formaður menningarráðs og Albertína Elíasdóttir, starfsmaður Fjórðungssambands Vestfirðinga og vorum auðvitað mætt manna fyrst á staðinn. Einnig voru þarna fulltrúar suðursvæðis Vestfjarða, Reykhóla og Stranda auk fjölmenns liðs frá Norðurlandi vestra. Þá voru mættir fulltrúar frá menntamála- og samgönguráðuneyta, auk samgönguráðherra en þessi ráðuneyti standa að þessum samningi auk Fjórðungssambandsins fyrir hönd sveitarfélaganna á Vestfjörðum.
Þessi samningur felur í sér að ríkisvaldið setur rúmlega 90 milljónir króna næstu þrjú ár og sveitarfélögin það sem þau hafa verið að leggja til menningarmála. Þá er ætlunin að ráðin verði menningarfulltrúi og standa sveitarfélögin að rekstri skrifstofu hans. Nýtt menningarráð verður skipað sem setur reglur um það hvernig staðið verði að úthlutun fjármagns til menningarverkefna á svæðinu. Vel skipulögð og vel rökstudd verkefni munu hljóta styrki, þannig hefur það verið, t.d. á Austurlandi og Vesturlandi þar sem reynsla er komin á framkvæmd þessara menningarsamninga.
Markmiðið er að efla menningarlíf og menningartengda ferðaþjónustu og skapa störf á svæðinu. Bæði á Austurlandi og Vesturlandi hefur þetta orðið raunin og hvers vegna ætti það ekki að verða þannig hjá okkur. Ef við stöndum saman um að láta þennan menningarsamning vinda upp á sig og fá inn í hann aukið fjármagn munum við ná því marki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Milli himins og jarðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.