Útskrift og ferming

Hef ekki gefið mér tíma til að blogga undanfarið enda í nógu að snúast. Síðastliðin helgi hefur, þó ekki sé meira sagt, verið viðburðarrík hjá mér og minni fjölskyldu.

Laugardaginn 26. maí útskrifaðist eldri sonurinn sem stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði og daginn eftir, sunnudaginn 27. maí fermdist sá yngri í Hólskirkju.

Dagskrá fjölskyldunnar var því þéttskrifuð þessa tvo daga og dagarnir á undan fóru í undirbúning. Við tókum útskriftardaginn snemma, höfðum okkur til og vorum mætt tímanlega í Ísafjarðarkirkju til að fá góð sæti. Athöfnin var mjög ánægjuleg með góðri blöndu af tónlist og mæltu máli. Eftir athöfnina fórum við til Árnýjar ljósmyndara þar sem teknar voru útskriftar-, fermingar- og fjölskyldumyndir, nokkurs konar 3 fyrir 1!  Um kvöldið var síðan hátíðarkvöldverður í íþróttahúsinu á Ísafirði með útskriftarnemum og aðstandendum þeirra. Þetta var mjög gaman en sökum anna daginn eftir vorum við ekki lengi, þótt við hefðum gjarnan viljað það.

Sunnudagurinn 17. maí var líka tekinn snemma, byrjuðum við hjónin á því að skræla kartöflur í kartöflusalatið. Síðan höfðum við okkur til og vorum mætt tímanlega í kirkjuna. Fermingin tókst í alla staði vel og stóð strákurinn sig vel. Eftir hana rukum við heim því við áttum eftir að undibúa allt. Á mettíma gerðum við kartöflusalat, salat og sósur, náðum í stóla og borð og kl. 15.30 var allt tilbúið enda ekki seinna vænna því veislan hófst kl. 16.00.

Um var að ræða bæði útskriftar- og fermingarveislu og verð ég að segja að allt tókst þetta ljómandi vel, enda með vana menn mér við hlið sem grilluðu sem mest þeir máttu. Mikill fjöldi gesta mætti í veisluna og þótti okkur mjög vænt um það hve margir af ættingjum komu að. Allir komust fyrir í húsinu þótt þröngt væri á þingi en mágkona mín sagði að svona ættu fermingarveislur að vera, þröngt á þingi, þannig að allir blandist vel og hafi samskipti og verða hreinlega að ræða saman. Og það tókst mjög vel.

Dagurinn í dag hefur farið mest í afslöppun því við þrifum eftir veisluna í gær. Ég verð örugglega nokkra daga að ná mér, einhvern veginn fannst mér þetta léttara fyrir sex árum en það er sennilega aldurinn.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Jónsson

Óska drengjunum ykkar og ykkur innilega til hamingju með þessa áfanga í lífinu. Skilaðu kveðju frá mér.

Karl Jónsson, 29.5.2007 kl. 10:19

2 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Til hamingju með strákana

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 30.5.2007 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Milli himins og jarðar

Höfundur

Anna Guðrún Edvardsdóttir
Anna Guðrún Edvardsdóttir
Ég bý í Bolungarvík og er gift Kristjáni Arnarsyni. Við eigum tvo syni, Þorbjörn og Óskar. Ég er formaður bæjarráðs Bolungarvíkur og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Þá starfa ég sem verkefnastjóri við hin ýmsustu verkefni og er auk þess í doktorsnámi við Kennaraháskóla Íslands.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband