Ungmennafélagið

Í ár er merkisár í sögu Ungmennafélags Bolungarvíkur, því það er 100 ára, var stofnað 1907.  Að sjálfsögðu verður þess minnst með einhverjum hætti.  Í bígerð er að gefa út afmælisblað, verið er að taka saman myndir og skrá í grófum dráttum sögu Ungmennafélagsins.  Einnig er fjallað um það í sögu Bolungarvíkur, seinna bindi, sem Jón Þ. Þór er að vinna.  Félagið á sér merka sögu sem vert er að gefa gaum en flest allt starf þess hefur verið unnið í sjálfboðavinnu.

Í dag er erfiðara að fá fólk til starfa innan félagsins og velti ég því fyrir mér hvers vegna.  Ég held að ein skýringin sé að fólk er orðið þreytt á að vinna í sjálfboðavinnu, það hefur nóg að gera, vinnur fullan vinnudag og vill eyða tímanum með fjölskyldunni.  Einnig hefur iðkendum fækkað, börnum hefur fækkað í bænum og erfiðara er að halda úti liðum í einstökum íþróttagreinum, sérstaklega hópíþróttum.

Því hefur knattspyrnudeild Ungmennafélagsins og BÍ tekið upp samstarf í eldri flokkum og gengur það vel.  Ég held að þetta sé framtíðin, Ungmennafélagið mun taka upp meira samstarf í fleiri íþróttagreinum við nágrannasveitarfélögin.  Við viljum auðvitað að börnin okkar fái bestu þjálfun sem völ er á og geti keppt í sinni íþrótt og það getum við einungis gert með því að starfa saman á þessu sviði.  Mér skilst að félögin á Ísafirði eigi við sama vanda og við, iðkendum fækkar og erfitt er að fullmanna lið, þannig að báðir aðilar græða og börnin okkar mest.

Þá held ég að til þess að halda starfseminni í Ungmennafélaginu gangandi og að efla hana er að einhvers konar framkvæmdarstjóri vinni a.m.k 50% vinnu hjá félaginu.  Þetta er eitthvað sem vert er að skoða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Heil og sæl frænka.

Ég ákvað að blogga þetta til þín til marks um tímaþröngina sem einkennir nútímann og gerir erfitt að halda uppi félagsstarfi og samskiptum milli skyldmenna. Ef það hefði ekki fyrir tilviljun sem ég sá bloggið þitt hefðu kannski liðið margar vikur eða mánuðir þangað til ég kastaði kveðju á þig.

Með bestu kveðjum vestur.

Ómar.  

Ómar Ragnarsson, 4.2.2007 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Milli himins og jarðar

Höfundur

Anna Guðrún Edvardsdóttir
Anna Guðrún Edvardsdóttir
Ég bý í Bolungarvík og er gift Kristjáni Arnarsyni. Við eigum tvo syni, Þorbjörn og Óskar. Ég er formaður bæjarráðs Bolungarvíkur og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Þá starfa ég sem verkefnastjóri við hin ýmsustu verkefni og er auk þess í doktorsnámi við Kennaraháskóla Íslands.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband